Hver er að telja? Falsfréttir og villandi upplýsingar
Hvernig getum við stutt nemendur til að hugsa gagnrýnið um tölur?
Hagstofa Íslands, í samstarfi við Önnu Heru Björnsdóttur stærðfræðikennara við Verzlunarskóla Íslands, kynnir nýja nálgun við kennslu til að efla gagna- og upplýsingalæsi framhaldsskólanema.
Hvar: Borgabókasafnið Kringlunni, Listabraut 3, 103 Reykjavík
Hvenær: Miðvikudaginn 9. apríl 2025 klukkan 17:00-18:00
Hvað: Hver er að telja? Falsfréttir og villandi upplýsingar
Gagna- og upplýsingalæsi er sífellt að verða mikilvægari færni samfara aukinni upplýsingaóreiðu og falsfréttum á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum almennt. Ljóst er að til þess að stemma stigu við þeim áskorunum þurfa þær stofnanir sem hafa það hlutverk þjálfa skilning á áreiðanlegum upplýsingum um hagfélagsleg málefni að taka höndum saman.
Öll velkomin og þátttaka ókeypis.
Hver er að telja? er viðburðaröð Hagstofu Íslands og Borgarbókasafnsins um gagnalæsi og miðlunarleiðir í anda Greindu betur - www.greindubetur.is
Frekari upplýsingar: greindubetur@hagstofa.is