GAGNVIST 2024
Hagstofa Íslands í samstarfi við háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar efndi til ráðstefnu um þróun íslenska gagnavistkerfisins miðvikudaginn 27.nóvember 2024
Markmið ráðstefnunnar var að kynna hin gríðarlegu tækifæri til verðmætasköpunar sem liggja í bættu aðgengi að gögnum og nýtingu þeirra. Í því samhengi voru gerðar breytingar á lögum sem kveða á um opið aðgengi að virðisaukandi gögnum íslenska ríkisins vorið 2024. Þá voru drög að íslenskri gagnastefnu kynnt á ráðststefnunni, en hún hefur það að markmiði að skapa sameiginlega sýn sem styður við gagnadrifna verðmætasköpun á Íslandi.
Meginþema GAGNVIST var að leiða saman haghafa innan íslenska gagnavistkerfisins, sérstaklega þá sem safna og miðla virðisaukandi gögnum og notendur þessara gagna, bæði opinbera aðila og fyrirtæki.
Í tengslum við ráðstefnuna var haldið gagnaþon þar sem keppt var um bestu hugmyndina að gagnadrifinni Borgarlínu byggða á samþættingu virðisaukandi gagna.
Upptaka af GAGNVIST2024 og kynningar
Upptöku af GAGNVIST2024 má finna á https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9ebdc83f-8603-40be-855d-b23500946333
Opnunarathöfn
Gagnastefna fyrir Ísland, Helga Hauksdóttir, háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið og Einar Gunnar Thoroddsen, fjármála- og efnahagsráðuneytið.
Stuðningur við notendur
Miðstöð stafrænnar nýsköpunar, Sigþrúður Guðnadóttir, RANNÍS.
Icelandic National Competence Center (NCC) for HPC & AI – Enabling Innovation Now. PROF. Dr. – ING. Morris Riedel, SCHOOL Of ENGINEERING & NATURAL SCIENCES (SENS), UNIVERSITY OF ICELAND, MINISTRY APPOINTED EuroHPC JOINT UNDERTAKING GOVERNING BOARD MEMBER OF ICELAND, Head of the EuroCC2 NATIONAL COMPETENCE CENTER (NCC) FOR HPC & AI – Icelandic HPC (IHPC) Community.
High Value Datasets and Sweden: Our approach and challenges, Björn Hagström, independent expert on information management.
EPOS Ísland: Opið FAIR aðgengi að jarðvísindagögnum. Kristín S. Vogfjörð, Veðurstofa Íslands.
Uppbygging gagnainnviða
Hin íslenska landsfélagssjá. Arndís Vilhjálmsdóttir, Hagstofa Íslands.
Uppbygging gagnainnviða fyrir stjórnsýslu fólksflutninga. Vera Óðinsdóttir og Marta Björgvinsdóttir, Hagstofa Íslands.
Stafræn hraðbraut: Framtíðarsýn sveitarfélaga í gagnasöfnun. Sólveig Ástudóttir Daðadóttir, Samband Íslenskra Sveitarfélaga
Bætt aðgengi að virðisaukandi gögnum - gagnasafn Veðurstofu Islands. Ingvar Kristinsson, Veðurstofa Íslands
Gagnadrifin verðmætasköpun
Spatial Data Analysis as a Strategy for Business Development. Julio Rivera, PhD, Fulbright Scholar, Fulbright Iceland Commission, Háskóli Íslands and Professor Emeritus, Management, Marketing, and Geospatial Science, Carthage College, Kenosha, WI.
Mikilvægi gagnagæða fyrir íslenska máltækni og gervigreind. Þorvaldur Páll Helgason, Miðeind.
Empowering Industries with High-Value Data. Hörður Ingi Björnsson, Snerpa Power.