GAGNVIST 2024

Hagstofa Íslands í samstarfi við háskóla, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið, fjármála- og efnahagsráðuneytið og Miðstöð stafrænnar nýsköpunar efndi til ráðstefnu um þróun íslenska gagnavistkerfisins miðvikudaginn 27.nóvember 2024

Markmið ráðstefnunnar var að kynna hin gríðarlegu tækifæri til verðmætasköpunar sem liggja í bættu aðgengi að gögnum og nýtingu þeirra. Í því samhengi voru gerðar breytingar á lögum sem kveða á um opið aðgengi að virðisaukandi gögnum íslenska ríkisins vorið 2024. Þá voru drög að íslenskri gagnastefnu kynnt á ráðststefnunni, en hún hefur það að markmiði að skapa sameiginlega sýn sem styður við gagnadrifna verðmætasköpun á Íslandi.  

Meginþema GAGNVIST var að leiða saman haghafa innan íslenska gagnavistkerfisins, sérstaklega þá sem safna og miðla virðisaukandi gögnum og notendur þessara gagna, bæði opinbera aðila og fyrirtæki.

Í tengslum við ráðstefnuna var haldið gagnaþon þar sem keppt var um bestu hugmyndina að gagnadrifinni Borgarlínu byggða á samþættingu virðisaukandi gagna.


Upptaka af GAGNVIST2024 og kynningar

Upptöku af GAGNVIST2024 má finna á https://hi.cloud.panopto.eu/Panopto/Pages/Viewer.aspx?id=9ebdc83f-8603-40be-855d-b23500946333

Opnunarathöfn

  • Gagnastefna fyrir Ísland, Helga Hauksdóttir, háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðuneytið og Einar Gunnar Thoroddsen, fjármála- og efnahagsráðuneytið.

Stuðningur við notendur

Uppbygging gagnainnviða

Gagnadrifin verðmætasköpun

Previous
Previous

Hver er að telja? Ungmenni sem kunna að telja?

Next
Next

GAGNAÞON 2024