GAGNAÞON 2024
Gagnaþon tengt ráðstefnunni Íslenska gagnavistkerfið (GAGNVIST) var haldið helgina 23. og 24. nóvember 2024, og sigurlausn þess kynnt á ráðstefnunni sjálfri.
Markmið gagnþonsins var að tölvugarpar fengi reynslu af notkun virðisaukandi gagna (e.high value datasets) í hagnýtum tilgangi, með því að búa til raunhæfa lausn fyrir samfélagslega mikilvægt viðfangsefni, Borgarlínuna (https://www.borgarlinan.is/).
Verkefni þátttakenda var að meta hvort lega á lestarbraut sé skynsamleg byggt á fyrirliggjandi virðisaukandi gögnum, t.d., út frá staðsetningu vega, fyrirhuguðum upptökustöðum Borgarlínu, aðgengi að henni frá íbúðasvæðum, legu hjólastíga, bílastæða og vegamóta, og legu hennar með tilliti til grænna svæða eða annarra mikilvægis þátta, og koma með tillögu að bestu lausn.
Þátttakendur fengu aðgang að fjórum gagnasettum (og lýsigögnum þeirra) til að þróa lausn sína , nánar tiltekið landfræðileg gögn, og mannfjölda- og atvinnugögn frá Hagstofu Íslands auk gagnasetta frá öðrum íslenskum opinberum stofnunum. Þá var notkun annarra opinna gagna sem gagnast gátu við lausn verkefnisins heimil.
Meginmarkhópur gagnþonsins var háskólanemar í tölvunarfræði, verkfræði, umhverfisvísindum eða tengdum greinum, lítil og meðalstór fyrirtæki og aðrir áhugasamir aðilar. Góð hagnýt þekking á forritun, t.d. Python og gagnavinnsla, voru nauðsynlegar forsendur fyrir þátttöku.
Frekari Upplýsingar um Borgarlínuna og skipulagningu hennar innan Reykjavíkur má finna á síðu aðalskipulags Reykjavíkurborgar og í fundargerðum hennar.
Niðurstaða gagnaþons
Í fyrsta sæti var liðið Línuleiðtogar.
Liðið skipuðu:
Alexander Svarfdal Guðmundsson
Birgir Snær Ingason
Elvar Þór Sævarsson
Jan Babin
Thomas Maximilian Schöller
Í umsögn dómnefndar segir að lausn Línuleiðtoga var vel skipulögð og uppfyllti vel þau viðmið sem lögð voru til grundvallar í gagnaþoninu, þar á meðal nytsemi, virkni og skýrleika. Í lausninni er skynsamlegum aðferðum beitt til að notendur geti auðveldað tekið ákvarðanir sem byggja á fyrirliggjandi gögnum. Útlit og virkni lausnarinnar var einnig framúrskarandi og virtist sem hún ætti ekki langt í land til að hægt væri að setja hana í reglulegan rekstur.
Lausn Línuleiðtoga má sjá á Borgarlínan - a Hugging Face Space by MaxAtoms.
Í öðru sæti var lið MeshPro.
Í umsögn dómnefndar segir: Lið MeshPro skapaði spennandi lausn þar sem athyglinni var beint að því að hanna og innleiða generískt upplýsingatæknikerfi til að halda utan um gögnin, vinna með þau og miðla þeim í gegnum gagnvirkt mælaborð með landakortum. Lausnin er harðger og myndi nýtast vel til að miðla tölulegum upplýsingum og aðstoða notendur við ákvarðanatöku.
Liðið skipuðu:
Þórdís Björk Arnardóttir
Emil Hjaltason