GAGNAÞON 2025
Gagnaþon tengt ráðstefnunni Íslenska gagnavistkerfið (GAGNVIST) verður haldið helgina 7. til 9. nóvember 2025. Niðurstöður verða kynntar á GAGNVIST ráðstefnunni 27. nóvember 2025.
[ For English version see here ]
Gagnaþon 2025 - verkefnalýsing
Mynd 1. Sýnir helstu áhrifaþætti sem tengjast útflutningi. Þessa þætti má nota sem lykiligögn fyrir gervigreindar líkön sem byggja á djúpnámi.
Yfirlit gagnaþonsins
Markmið gagnaþonsins er að veita þátttakendum hagnýta reynslu í notkun virðisaukandi gagnasafna (HVD – High-Value Datasets) til raunhæfra verkefna. Þátttakendur munu þróa lausnir sem taka á efnahagslega mikilvægum áskorunum tengdum íslenskum útflutningi á vörum og þjónustu, sem eru undir áhrifum bæði innlendra og alþjóðlegra þátta.
Lýsing á verkefni
Þátttakendur („hakkarar“) munu beita tækni gervigreindar (AI), einkum á sviði djúpnáms (DL), til að þjálfa líkan með sögulegum mánaðarlegum gögnum um útflutningsverðmæti Íslands yfir breitt svið vara og þjónustu. Markmiðið er að búa til spálíkan sem getur spáð fyrir um skammtíma- og langtímaþróun í útflutningi. Til að bæta nákvæmni líkansins eru þátttakendur hvattir til að fella inn viðbótar efnahagslega mælikvarða eins og verðbólgu, fjölda fraktflutninga og gengi gjaldmiðla ofl., sem hafa veruleg áhrif á útflutning getu landsins (sjá mynd). Markmið gagnaþonsins er að bera kennsl á áhrifaríkasta spá líkanið og að greina áhrif helstu áhrifaþátta.
Aðgangur að gögnum
Þátttakendur munu hafa aðgang að öllum viðeigandi gagnasöfnum í sameiginlegri net möppu. Gagnasettið mun innihalda söguleg útflutningsgögn ásamt efnahagslegum vísum eins og verðbólgu, gengi gjaldmiðla og fraktflug tölum.
Markhópur
Gagnamótið er opið háskólanemum í tölvunarfræði, verkfræði eða skyldum greinum, sem og litlum og meðalstórum fyrirtækjum (SME) og öðrum áhugasömum einstaklingum. Þátttakendur ættu að hafa hagnýta þekkingu á forritun (t.d. Python) við notkun gervigreindar, djúpnámi og gagnavinnslu/stjórnun.
Undirbúningur
Nánari kynning, tæknilegar leiðbeiningar og upplýsingar um gagnaþonið verða veittar þátttakendum í lok október.
Hafa má samband við Seyedreza Hassanianmoaref (seh@hi.is) og Ingólf Hjörleifsson (ingolfuh@hi.is) fyrir nánari upplýsingar um gagnaþonið.
Forkynning á fyrirkomulagi
Forkynning fyrir þátttakendur í gagnaþoninu verður haldin á Zoom föstudaginn 31.október frá klukkan 14:00 til 15:00.
https://eu01web.zoom.us/j/9237491808
- Kynningin verður tekin upp. 
- Allir áhugasamir eru hvattir til þess að mæta. 
- Gagnasafninu og grunnlíkani verða deilt í gegnum SharePoint og aðgengilegt öllum þátttakendum. 
- Glærur fyrir kynninguna verða aðgengilegar þátttakendum fyrirfram. 
- Matsferli verkefnanna verður skilgreint og það kynnt öllum þátttakendum. 
 
                         
            